Með lífið í lúkunum

Með lífið í lúkunum

Í þættinum ræðir Erla við Guðmund Björnsson föður sinn og heilsufyrirmynd um starferil hans sem læknir, lífstíl, lágkolvetna mataræði, heilbrigðiskerfið, mikilvægi þess að hugsa vel um heilsuna, vera ekki fastur í vítahring þess að þurfa að taka þátt í öllu sem er í boði, stressaðu sig ekki of mikið og taka hlutunum ekki of alvarlega.Guðmundur er sérfræðingur endurhæfingarlækningum og hefur starfað á ýmsum sviðum á sinni starfsævi, t.d. á slysadeild Borgarspítalans, í heilsugæslu og í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, á Heilsustofnun NLFÍ, Læknafélagi Íslands, rekið eigið fyrirtæki og starfað við tryggingalæknisfræði.Hann gaf út bókina Þú getur grennst og breytt um lífsstíl fyrir rúmum 20 árum um áhrif lágkolvetna mataræðis á heilsu og hefur sjálfur alltaf passað að hreyfa sig reglulega og forgangsraða svefni.  Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

100. Heilsuspjall fegðina. (Fyrirmyndir, lágkolvetna mataræði, heilbrigðiskerfið, örmögnun og lífstíll). Dr. Guðmundur BjörnssonHlustað

01. nóv 2025