PabbaPælingar

PabbaPælingar

Aukaþáttur frá podcastinu Pælingar með snæa þar sem þetta byrjaði allt saman, áður en ég fór af stað með PabbaPælingar. Þetta er viðtal við Villimey Líf sem er þroskaþjálfi og starfaði hjá ylju þegar það var, ásamt því er hún í frítíma sínum að rífa upp alvöru þyngdir í mjölni, klífa fjöll og jökla, taka þátt í hlaupum, skíði, klifur og svo margt fleirra. Neyslurýmið Ylja var skaðaminnkandi úrræði þar sem þau sem nota vímuefni í æð gátu komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum aðila. Með þessu var reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Neyslurýmið var starfrækt frá því í mars 2022 til mars 2023, Það er verulega sorglegt að það er ekki enn gangandi en allar vonir eru um að það sé aðeins í dvala og muni vonandi opna aftur þar sem nauðsyn fyrir Ylju er mjög mikil. Endilega fylgið pabbapælingar á spotify og instagram

#27 Villimey Líf - Ylja færanlegt neyslurými (Aukaþáttur)Hlustað

23. des 2023