Samfélagið

Samfélagið

Við ætlum að fjalla um evrópusamvinnu. Þrítugsafmæli EES-samningsins er fagnað í dag - með málþingi og uppskeruhátíð. Þessi samningur hefur haft mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag - áhrifa hans gætir í viðskiptum og nýsköpun, rannsóknum, menntamálum, hann hefur haft áhrif á menningu, íþróttir og æskulýðsmál, skapað ýmis tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki, en hann er líka umdeildur, hefur í för með sér ýmsar kvaðir - og ekki gulltryggt að aðild Íslands að honum verði eilíf. Við ætlum að ræða þessi tímamót við Ágúst Hjört Ingþórsson, forstöðumann Rannís. Svo sláum við á þráðinn til Önnu Berg Samúelsdóttur, stjórnarmanns í Dýraverndarsambandi Íslands. Samtökin halda því fram að of mörg dýr á Íslandi búi við hungur, ótta og þjáningu, víða sé illa búið að dýrum og eftirlit bitlaust. Hátt í fjögur þúsund skrifuðu undir áskorun sem samtökin afhentu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspall í lok þáttar. Við ræðum rannsóknir sameindalíffræðinga á áhrifum hreyfingar á hin ýmsu líffæri - einkum nýrnahettur. Tónlist: LAY LOW - Vonin. THE LUMINEERS - Stubborn Love. Fleet Foxes - Mykonos.

Þrítugsafmæli aðildar Íslands að EES-samningnum, Dýraverndarsambandið skorar á stjórnvöld, málfar og vísindaspjall með Eddu OlguddótturHlustað

08. maí 2024