Samfélagið

Samfélagið

Í gær var kynnt heildarendurskoðun og aðgerðaráætlun vegna þjónustu við eldra fólk undir yfirskriftinni Gott að eldast. Þá var líka sagt frá greiningu sem KPMG vann fyrir stjórnvöld þar sem kemur fram að eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og að það er mikilvægt að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps. Það er líka efnahagslega ábatasamt. Þetta er verðmætur hópur. Endurskoðunin og aðgerðaáætlunin voru unninn í samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara. Helgi Pétursson er formaður Landssambandsins. Við heimsækjum svo framkvæmdasvæði á Seltjarnarnesi þar sem verið er að reisa svansvottaðar byggingar - og forvitnumst um hvað í því felst með Sigrúnu Melax gæðastjóra Já Verks - og sjáum líka húsið sem starfsfólkið þarna er búið er að reisa yfir sandlóu og hreiður hennar, það er óheppilega staðsett á svæðinu miðju við vegaslóða stórvirkra vinnuvéla - en allt er reynt til að sambýlið gangi upp. Fallegt. Málfarsmínúta í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Við fáum svo dýraspjall í lok þáttar, Magnús Thorlacius sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kemur til okkar og segir okkur allt um sitt helsta hugðarefni, skötuselinn.

Verðmætir aldraðir, svansvottun og sandlóa, málfar og skötuselurHlustað

26. maí 2023