Samfélagið

Samfélagið

Við heimsækjum mötuneyti Vínbúðarinnar, en Friðrik Hraunfjörð, líka kallaður Friðrik fimmti, ræður þar ríkjum og leiðir sitt fólk áfram í umhverfismálum og grænum skrefum. Þau vigta allt rusl, nýta afganga, reyna að áætla upp á gramm hvað hver borðar - það á ekki að vera nein matarsóun, eða umframkaup. Hvernig fá þau þetta til að ganga upp, eru allir ánægðir og saddir og hverju skilar þetta? Við heimsækjum íþróttahúsið við Ásgarð í Garðabæ þar sem verið er að undirbúa stóru safnarasýninguna Nordia 2023. Frímerkjasöfn, póstkort, merki, seðlar, munir tengdir sögu lögreglunnar og margt fleira er þar hægt að skoða. Og þarna eru sagðar sögur - eins og Gísli Geir Harðarson formaður sýningarnefndarinnar segir okkur betur frá á eftir. Ruslarabbið verður á sveimi einhverntíman í þættinum og svo verður umhverfispistilinn á sínum stað með Stefáni Gíslasyni.

Grænt mötuneyti, safnarasýning, ruslarabb og umhverfispistillHlustað

01. jún 2023