Samfélagið

Samfélagið

Við ræðum hér á eftir við Margréti Lilju Guðmundsdóttur þekkingarstjóra hjá Planet youth um skjátíma og nauðsyn þess að setja á stafrænan útivistartíma á börn og ungmenni, jafnvel fullorðna. En eins og aðrar rammar sem foreldrar og skólar og samfélagið hafa komið upp tekur ákveðinn tíma að ná lendingu og finna út úr þessu, en tæknihraðinn er slíkur að það er nú ærið tilefni til að bregðast hratt við. Við endurflytjum efni frá því síðasta vetur hér í Samfélaginu. Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir eru báðar heyrnarfræðingar og leiða okkur í gegnum nokkrar upptökur sem leyfa hlustendum að heyra hvernig mismunandi heyrnarskerðingar hljóma. Málfarsmínúta er á sínum stað og ruslarabb Svo fáum við að heyra aftur pistil frá Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðingi en þar sagði hún okkur athyglisverðar fréttir af landnámi hagamúsa í Vestmannaeyjum.

Stafrænn útivistartími, heyrnarskerðing, málfar, sellófan og hagamýsHlustað

05. jún 2023