Samstöðin

Samstöðin

Miðvikudagurinn 22. maí: Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindir Við ræðum við tvö forsetaframbjóðendur um mál sem þeir hafa lagt áherslu á. Halla Tómasdóttir segir okkur hvers vegna samfélagið er á villigötum og frá þeirri vakningu sem hún telur nauðsynlega. Halla Hrund Logadóttir segir okkur frá sinni sýn á auðlindir þjóðarinnar og hvers vegna við þurfum að móta stefnu um nýtingu þeirra. Í byrjun þáttar kemur Guðmunda Greta Guðmundsdóttir öryrki að Rauða borðinu, en hún hefur lýst kjörum öryrkja í pistlaskrifum. Útgerðarmenn og sjómenn segja að fiskurinn sé að horast upp. Við fáum Jón Kristjánsson til að segja okkur hvað það merkir. Og Benedikt Sigurðarson kemur við og ræðir auðlindanýtingu, til sjávar og sveita en ekki síst í ferðaþjónustu.

Rauða borðið 22. maí - Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindirHlustað

22. maí 2024