Söguskoðun

Söguskoðun

Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rómverska keisaradæmisins á 3. öld e. kr. en þá geysaði hin svonefnda þriðju aldar kreppa, sem varð ríkinu næstum að falli.Rómaveldi þanndist talsvert út á öldunum í kringum kristsburð. Fyrstu tvær aldir keisaradæmisins eru stundum talin gullöld ríkisins, en á 3. öldinni virtist allt ætla að fara á versta veg fyrir Rómverja. Á "tímabili herkeisaranna" var veldið þjakað af innbyrðis deilum, mjög svo óstöðugum valdaskiptum, klofningi ríkisins, innrásum Persa og Germana og stanslausum hernaði. Á þriðju öldinni má sjá þróun þeirra þátta sem áttu eftir að einkenna síðrómverska ríkið, m.a. varanlega skiptingu þess í vestur- og austurhluta. Vesturrómverska ríkið féll endanlega á 5. öld. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

85 - Þriðju aldar kreppan í RómaveldiHlustað

19. apr 2024