Spegillinn

Spegillinn

8. maí 2024 Arnar Þór Jónsson er einn tólf frambjóðenda til embættis forseta Íslands, en forsetakosningar fara fram í júní. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Arnar um hvað það er sem knúði hann til framboðs, sýn hans á forsetaembættið og fleira. Síðustu daga hafa sendinefndir Hamas og Ísraelsstjórnar fundað í Kaíró, til að ræða vopnahléssamkomulag sem Egyptar og Katarar lögðu fram á dögunum og Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar eiga aðild að. Margar breytingar hafa verið gerðar á samkomulaginu frá því að það var fyrst lagt fram og nú er svo komið að fulltrúar Hamas segjast reiðubúnir að undirrita það eins og það er. Ísraelsstjórn segir enn vanta nokkuð upp á að það uppfylli þeirra kröfur, en segist þó viljug til að halda viðræðunum áfram. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins eru vonsviknir vegna þess að Seðlabankinn heldur stýrivöxtum enn óbreyttum í 9,25%, eins og þeir hafa verið frá því í fyrrasumar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt sé að lækka verðbólgu og að stýrivextir séu verkfærið til þess. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Ásgeir.

Forsetaframboð, vopnahlésviðræður og óbreyttir stýrivextirHlustað

08. maí 2024