Spegillinn

Spegillinn

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Mikið af gögnum liggja fyrir varðandi handtökuskipun alþjóðasakamáladómstólsins gegn Vladimír Pútín. Mikil samstaða er meðal aðildarríkja dómstólsins að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Róbert Jóhannsson tók saman. Forstjóri Landsvirkjunar segir að svo virðist sem sjálfstæður vilji stofnana geti komið í veg fyrir nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir og málsmeðferartími sé of langur. Benedikt Sigurðsson tók saman og talaði við Hörð Arnarson. Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra- og málmtæknimanna skrifuðu í dag undir kjarasamning. Enn á eftir að semja við nokkur orkufyrirtæki en lögmaður Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að samningar verði undirritaðir á næstu vikum. Arnar Björnsson talaði við Guðmund Heiðar Guðmundsson og Kristján Þórð Snæbjarnarson. Vestmannaeyjabær skrifaði í dag undir samning um móttöku þrjátíu flóttamanna. Níu sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að taka á móti samtals um þrjú þúsund flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Írisi Róbertsdóttur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir stofnunina og yfirvöld vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að alvarlegur lyfjaskortur á við þann í vetur endurtaki sig. Viðvarandi og alvarlegur skortur hefur verið á sýklalyfjum um allan heim undanfarið og er Ísland þar ekki undanskilið. Kjörlyfið gegn streptókokkum var til að mynda ófáanlegt nær allan febrúar þrátt fyrir skæðar sýkingar. Hafdís Helga Helgadóttir talði við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar Í dag eru tuttugu ár liðin frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak. Þrjátíu ríki, þar á meðal Ísland, studdu innrásina. Markmiðið var að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Hann og ríki hans byggju yfir gereyðingarvopnum og af þeim stafaði hætta. Forsendur innrásarinnar hafa alla tíð verið umdeildar og jafnvel taldar uppspuni. Eftir því sem tíminn líður verður ákvörðunin umdeildari. Bjarni Rúnarsson fór yfir málið og talaði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Samstaða gegn Pútín, alheimslyfjaskortur og tuttugu ára innrás í ÍrakHlustað

20. mar 2023