The Snorri Björns Podcast Show

The Snorri Björns Podcast Show

Hafsteinn Ægir Geirsson er einn albesti hjólari landsins. Hann hefur unnið Bláa Lóns þrautina í fjallahjólreiðum 11 sinnum og er sömuleiðis margfaldur Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Ekki nóg með að ná langt í hjólreiðum hefur hann farið á tvenna ólympíuleika í allt annarri íþrótt: siglingum. Hafsteinn segir okkur frá því hvernig hann fann sig í siglingunum sem ungur strákur, hætti í menntaskóla eftir lítinn stuðning frá skólastjóra, flutti til Suður-Frakklands, keppti á tvennum ólýmpíuleikum áður en hann yfirgaf íþróttina til að gerast Íslandsmeistari í annarri. Skiptin á milli íþrótta eiga við einhver rök að styðjast þar sem hann tók styrk í löppum, þrautseigju og brjálað keppnisskap með sér milli íþrótta.

#95 Hafsteinn Ægir - Ólympíufari og Íslandsmeistari í sitthvorri íþróttinniHlustað

07. júl 2021