The Snorri Björns Podcast Show

The Snorri Björns Podcast Show

Birgir Jónsson er forstjóri PLAY Air en það er þriðja flugfélagið sem hann starfar fyrir. Rétt orðinn þrítugur var hann kominn í forstjórastól Iceland Express og þar áður bjó hann í Hong Kong sem svæðisstjóri Össur. Atvinnuferill Birgis er áhugaverður í ljósi þess að hann er menntaður sem offset prentari, fór í listaháskóla í London og var þungarokkari. Munurinn á rekstri fyrirtækja og þungarokkshljómsveita er í grunninn ekki mikill og rauði þráðurinn er að vinna með fólki. Hér förum við yfir ferilinn, tímann hans hjá Póstinum, DIMMU, hugmyndina af PLAY Air, hvað gerir Birgi svona góðan í því sem hann gerir og hvernig honum tókst að sannfæra 3 þungarokkara um að koma með sér í sálfræðitíma.

#97 Birgir Jónsson - Úr prentnámi og þungarokki í forstjórastólinnHlustað

21. júl 2021