Alltaf sama platan

Alltaf sama platan

Þátturinn snýr aftur eftir langt sumarfrí og það er sem blessun í ekki-svo-góðu-dulargervi að hin umdeilda Fly on The Wall liggi til grundvallar. Ekki bara það að Smári og Birkir hafi safnað upp mikilli þörf til að pústa og tjá sig um hvað geri þessa plötu svona sérstaka í hugum aðdáenda AC/DC hvort sem fólk hatar hana, elskar eða sé þarna einhversstaðar á milli. Hvar standa strákarnir í þessum efnum og umfram allt gesturinn?Með okkur í Bedlam in Belgium stofunni var enginn annar en Dr. Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður, poppfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er aukinheldur stoltur bakhjarl Fly on The Wall og æsingurinn keyrir um þverbak þegar hann hittir afmælisbróðir sinn og gamlan vin Birki Fjalar en Smári Tarfur reynir eftir bestu getu að halda lestinni á teinunum af sinni alkunnu ró- og röksemd.Fly on The Wall kom út árið 1985, tveimur árum eftir Flick The Switch. Tíu lög á fjörtíu mínútum. Þegar hér er komið við sögu hafa tónleikaferðalögin orðið æ lengri og betur sótt með hverri plöttunni frá og með Let There Be Rock. AC/DC eru orðnir kjölturakkar MTV, dæla út tónlistarmyndböndum og hafa aldrei verið þéttari á tónleikum. Allt er eins og það á að vera, nema kannski platan sjálf, Fluga á veggnum.Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/ Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.Alltaf sama platan er framleidd af Snæfugli.

09. Alltaf sama platan - Fly On The Wall (Arnar Eggert Thoroddsen)Hlustað

20. ágú 2021