Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Pál Stefánsson fyrrverandi flugstjóra um langan og merkilegan feril hans í fluginu og um aðkomu hans að námskeiðshaldi fyrir fólk með flughræðslu sem hann hefur unnið við í um aldarfjórðung. Páll lifði af flugslysið sem varð á Mykinesi í Færeyjum árið 1970, þá sem ungur atvinnuflugmaður. Þrátt fyrir slysið hélt hann ótrauður áfram og hefur í gegnum bæði blómlega og róstursama tíma í fluginu, átt yfir fjörutíu ára farsælan feril sem atvinnuflugmaður.

#43 – Lifði mannskætt flugslys en aldrei hræddur – Páll StefánssonHlustað

12. maí 2022