Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

9.þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag. Að þessu sinni voru það Jói Lange og Arnar Gunnarsson sem settust inní Klaka studíóið og umfjöllunarefni þáttarins var 2.umferðin í Olísdeild karla. Þeir voru sammála því að KA menn virka ekki næginlega sannfærandi eftir þessa fyrstu 2 leiki og eins og spilamennska þeirra hefur verið telja þeir líklegra að norðanmenn verði í baráttunni um áttunda sætið frekar en í efri hluta deildarinnar. Þeir kíktu svo aðeins yfir sviðið í Grill66 deild karla sem fór af stað í gær. Frammistaða Fjölnismanna gegn ÍR olli þeim vonbrigðum því þeir áttu von á meiri spennu í þeim leik. Þá voru þeir ánægðir með byrjunina hjá Harðarmönnum sem þær vænta mikils af í vetur. Að lokum völdu þeir þá leikmenn sem koma til greina sem Klaka leikmaður 2.umferðar Olísdeildar karla og þeir eru, Phil Döhler (FH), Birkir Benediktsson (Aftureldingu), Vilhelm Poulsen (Fram) og Nicholas Satchwell (KA).

KA menn ekki sannfærandi - Grill66deild karla farin af staðHlustað

25. sep 2021