Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klakastúdíóið sitt í kvöld og tóku upp sinn þrítugasta og sjötta þátt á þessu tímabili. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange og Arnar Gunnarsson. Í þætti dagsins fóru þeir yfir leikina í 15.umferð í Olísdeild karla ásamt því að fara yfir 16- og 8-liða úrslit í Coca Cola bikar karla og kvenna. Þá fóru þeir yfir málefni Selfyssinga en sögur herma að handknattleiksdeildin sé á bjarmi gjaldþrots. Samkvæmt heimildum skulda þeir um 30 milljónir og hafa tilkynnt leikmönnum að þeim sé frjálst að finna sér ný lið á næstu leiktíð. Að lokum fóru þeir yfir leikina sem eru framundan hjá kvennalandsliðinu en þær spila tvö leiki gegn Tyrklandi í næstu viku. Þáttastjórnendur furðuðu sig á því að það sé ekki pláss fyrir Karen Knútsdóttur í liðinu að þessu sinni en hún er ekki valin vegna þess að hún hafði skoðanir á sóknarleik liðsins.

Farið yfir síðustu leiki - Vandræði á Selfossi - Fjarvera Karenar vekur spurningarHlustað

23. feb 2022