Heppni og Hetjudáðir

Heppni og Hetjudáðir

Emir segir félögum sínum frá verkefni sem hann er með. Gangandi borgin, þaðan sem hann er, er á síðustu metrunum nema hann nái að laga tækið sem knýr hana áfram. Hann leitar ráða hjá Cavidin, einum umdeildasta uppfinningamanni Alandriu, og örlitlir tungumálaörðugleikar há hópnum. Cavidin lánar þeim vélmenni til að aðstoða við næsta verkefni. Nuk heimsækir gróf Eldath, niðri í Hvelfingunni neðan Metra. Joy á ágætis dag, þar sem hann telur að hann sé loksins laus við nýja vin sinn, dúkkuna. Svandís spilar Nomanuk, minotaur musterisriddara eða paladin á níunda stigiKristján spilar Emir, vedalken völund eða artificer á níunda stigi.Ingólfur spilar Joy, tiefling ljóðskáld eða bard á níunda stigi. Jói er leikjameistarinn, og Ugla er aðstoðarleikjameistari.

60 - CavidinHlustað

18. apr 2021