Hlaðvarp Heimildarinnar

Hlaðvarp Heimildarinnar

Í þessum þætti er rætt við Helgu Ögmundardóttur, lektor við félagsfræði-, mannfræði-, og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og kennir meðal annars áfanga í umhverfismannfræði og rannsóknaraðferðum en er í rannsóknarleyfi núna. Helga er fædd í Neskaupstað árið 1965. Rannsóknir Helgu snúast um umhverfið og umhverfismannfræði en hún hefur unnið mikið í skógrækt og garðyrkju. Í þættinum ræðum við leið hennar í mannfræði, áhrif hamfarahlýnunar á Íslandi, hversu skemmtilegt það er að tala við blómin sín og margt fleira. Raddir marg­breyt­i­­­­leik­ans er mann­fræð­i­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræð­i­­­­menn þegar færi gefst. Umsjón­­­­ar­­­­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­­­­fríður María Ragn­hild­­­­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­­­­urðs­­­­son og Sandra Smára­dótt­­­­ir.

Raddir margbreytileikans – 8. þáttur: Finnst skemmtilegra að grafa skurði en skrifa greinarHlustað

14. sep 2021