KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Í þessum fyrsta þætti í nýju fyrirkomulagi þáttarins tökum við fyrir árið sem bandið var stofnað. Upphafið. Árið er 1973. Ace kemur til liðs við tríóið sem skipað var Gene, Paul & Peter og bandið varð fullmótað. Við skoðum hvað var að gerast í tónlistarsenunni á þessum tíma? Voru augljósir áhrifavaldar þar á ferð fyrir okkar menn? En hvað gekk á í Bandaríkjunum, Íslandi og bara heiminum öllum á sama tíma og KISS eru að fæðast? Þá tölum við um bæði lokatónleika KISS sem fyrirhugaðir eru í Madison Square Garden, NY, í desember 2023 og kryfjum aðeins hvað Ási er að vilja upp á dekk með nýlegar hótanir sínar gagnvart sínum gömlu félögum. Þetta allt og meira til. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

080 - Þorskageit (1973)Hlustað

05. apr 2023