KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Þessi misserin eru 49 ár síðan fjórir ungir piltar skröltu saman inn í BELL SOUND hljóðverið í New York til að taka upp sína fyrstu plötu. Kannski sína einu? Því enginn vissi þá hvað næstu 50 árin myndu gefa af sér. Í febrúar árið eftir kom þessi frumburður þeirra út og síðar það sama ár leit svo önnur platan þeirra dagsins ljós. Glöggir lesendur hafa þegar kveikt á perunni um hverja er talað hér. Jú, KISS. Síðan þarna hafa komið frá þeim 18 plötur í viðbót sem innihéldu nýtt efni í hvert skipti, samtals 20 hljóðversplötur + 4 sólóplötur undir nafni hvers og eins meðlima bandsins. Við höfum farið yfir allar þessar 24 plötur í þessum þáttum og vel rúmlega það. Í þessum síðasta þætti úr stúdíó sannleikans röðum við þessum plötum og setjum upp í okkar hefðbundnu stigagjöf og freistum þess að finna bestu KISS plötuna. Einnig stöldruðum við aðeins við og litum um öxl, fullir þakklæti og gleði með dassi af stolti yfir því sem við höfum áorkað í hlaðvarpinu okkar góða. ÁFRAM KISS !! VIÐ NEFNILEGA HÖLDUM MEÐ ÞEIM !! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

074 - Kakó með rjómaHlustað

04. okt 2022