Leikfangavélin

Leikfangavélin

Þegar Írska hljómsveitin The Cranberries var stofnuð árið 1989 hét hún reyndar The Cranberry saw us. Hlutirnir fóru þó ekki að gerast fyrir alvöru fyrr en söngvari þeirra hætti og sveitin fann söngkonuna Dolores O´Riordan til að koma í hans stað. Hæfileikar hennar við lagasmíðar og hvað þá söng urðu til þess að bandið sló í gegn snemma á tíunda áratug síðustu aldar og voru The Cranberries á tímabili ein allra stærsta rokksveit heims. En frægð og frami getur líka tekið sinn toll. Við kynnumst hinni stórkostlegu Dolores O´Riordan "The Queen of Limerick" sem og öðrum í The Cranberries í þessum þætti og stiklum á stóru yfir farsælan feril þessa frábæra bands, allt þar til yfir lauk. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Dolores O´Riordan - The CranberriesHlustað

26. nóv 2021