Lestin

Lestin

Erum við öll í sértrúarsöfnuði? Við fjöllum um bókina Cultish: The Language of Fanaticism (Sértrúartal - Tungumál öfga) eftir Amöndu Montell frá 2021. Montell er rithöfundur og menntuð í málvísindum, búsett í LA. Hefur gert það mjög gott á ritvellinum í flokki óskáldaðra bóka. Bækurnar hennar Wordslut og Cultish hafa getið sér gott orð. Þar dregur Montell fram það sem einkennir költ eða sértrúarhóp, allt frá þeim hrikalegustu yfir í líkamsræktarhreyfingar. Grunnurinn að þessu öllu, segir Montell er tungumálið. Orðræða, kóðar og frasar sem heilla fólk í leit að einhversskonar griðarstað, í leit að samfélagi. Ef til vill býr þetta í okkur öllum og költ-myndun er sammannleg reynsla, bæði til góðs og ills. Eyrún Lóa Eiríksdóttir rýnir í hina vinsælu Netflix-þætti Wednesday, sem fjalla um Wednesday Addams, persónu í söguheim Addams fjölskyldunnar. Wednesday er í mennntaskóla. Wednesday þáttunum er lýst á Netflix sem gamanhrollvekju og eru skrifaðir inn í ákveðna satíru sem hefur einkennt Addams fjölskylduna frá upphafi. Það kveður við nýjan og nokkuð alvarlegri tón þar sem talað er undir rós um samfélagsástandið í Bandaríkjunum, þ.e. stöðu ungmenna á jaðrinum, fordóma, útskúfun, ofbeldi og einelti gagnvart þeim sem víkja frá því sem telst eðlilegt. Við kynnum okkur orð ársins samkvæmt Oxford-orðabókinni, goblin mode sem tilkynnt var um í gær, og ræðum val á orði ársins við málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, Önnu Sigríði Þráinsdóttur.

Orð ársins, tungumál sértrúarhópa, WednesdayHlustað

06. des 2022