Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Í dag brugðum við okkur úr húsi og sendum út Mannlega þáttinn frá Skógarhlíð 14 þar sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er til húsa. Slökkvilið er byggðasamlag frá árinu 2000 stofnað af Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Sveitarfélaginu Álftanesi. Verkefnin eru fjölbreytt eins og við komumst að í þættinum, útkallsþjónusta og forvarnir. Viðmælendur okkar voru Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjóri, Róbert Ægir Hrafnsson, bráðatæknir, en bráðatæknar eru þeir sem hafa mesta menntun í sjúkraflutningunum, og Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs. Tónlist í þættinum í dag: Ég er á leiðinni / Brunaliðið (Magnús Eiríksson) Eldur / Heimilistónar (Heimilistónar) Never Ever Let You Go / Rollo and King (Sören Poppe, Stefan Nielsen, Thomas Brekling) Where do you go to my lovely / Petar Sarstedt (Peter Sarstedt) UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Bein útsending frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinuHlustað

16. maí 2024