RÉTTI ANDINN

RÉTTI ANDINN

Gestur þáttarins er Maríanna Magnúsdóttir, umbreytingarþjálfari hjá Manino. Maríanna gekk til liðs við Manino í ársbyrjun 2019, en starfaði áður hjá VÍS, fyrst í gæðastjórnun og síðar leiddi hún stefnumiðað umbótastarf þvert á fyrirtækið um árabil. Maríanna er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ég rakst á fyrirlestur á netinu þar sem Maríanna var að tala um sjálfbæra stjórnun og fann strax að þarna væri hugsjónamanneskja á ferðinni. Í fyrirlestrinum fjallaði hún um einkenni stjórnunar, gamla og nýja heiminn og þá staðreynd að 84% af vinnuafli Íslands sem mætir til vinnu á hverjum degi gerir það án þess að vera þar af heilum hug, þ.e.a.s. helgað starfinu sínu. Mig langaði að vita miklu meira svo ég bauð henni í spjall.

Maríanna MagnúsdóttirHlustað

31. mar 2020