Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Hver bjóst við því að blá ófreskja myndi kenna okkur mikilvæga lexíu um vináttu í formi bíómyndar? Það er nákvæmlega það sem gerist í hinni ágætu Sonic the Hedgehog frá 2020. Í þessum nýjasta þætti geysivinsælu seríunnar Ömurlegar Tölvuleikjakvikmyndir taka Arnór Steinn og Gunnar alls ekki ömurlega mynd fyrir. Þar bregður stórleikarinn Ben Schwartz (betur þekktur sem Jean Ralphio úr Parks & Rec) í gervi Sonic, en í þessari sögu er hann geimvera sem neyðist til að vera á flótta í gegnum alheiminn sökum krafts síns. Hann vingast við Tom, fógeta smábæjarins Green Hills og þarf að leggjast á heljarinnar flótta frá hinum ógnvænlega og fluggáfaða Dr. Robotnik, leikinn lystilega vel af goðsögninni Jim Carrey. Við ræðum plottið, karakterana, nokkrar senur og hvort hún eigi skilið að vera tekjuhæsta tölvuleikjakvikmynd allra tíma. Við erum að nálgast formúluna á bak við það að gera góðar tölvuleikjakvikmyndir, þetta er alveg að gerast! Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu. 

105. Ömurlegar tölvuleikjakvikmyndir VIII: Sonic the HedgehogHlustað

27. apr 2022