Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið kafar dýpra í alls konar peningalega hluti í þætti vikunnar. Eftir að hafa rætt áskriftir í þaula fórum við aðeins að pæla meira í NFT. Einhver fyrirtæki á markaðnum eru farin að fikta með þetta torskilda hugtak og við viljum endilega útskýra hvað það þýðir fyrir spilara. Hvað er NFT? Hvernig er verið að blanda þeim í heim tölvuleikja? Við stoppum þó ekki þar. Arnór Steinn og Gunnar fara enn dýpra í sögu peningaplokks innan tölvuleikjaheimsins. Við tökum fyrir örgreiðslur, loot boxes, fjárhættuspil, tíu dollara plottið hjá EA og margt, margt fleira. Hlustið á þáttinn til að læra hvernig tölvuleikjafyrirtæki láta lítið sem ekkert stoppa sig við að hirða af ykkur hverja eina og einustu krónu! Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu.

104. NFT, Örgreiðslur og annað peningaplokkHlustað

20. apr 2022