Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Marín Eydal hefur átt ævintýralegan feril sem streymari. Hún byrjaði að streyma úr einangrun í janúar og er nýbúin að klára seríu af þáttum fyrir GameTíví! Geri aðrir betur! Tölvuleikjaspjallið heldur áfram umfjöllun sinni um íslenska streymara, að þetta sinni er það Marín, eða mjamix eins og hún kallar sig á Twitch, sem kemur í Nóa Síríus stúdíóið og segir okkur frá ferlinum. Við fáum að vita um tölvuleikina sem kveiktu áhugann í æsku, hvernig hún byrjaði að streyma, Iceland RP serverana í GTA Online og margt, margt fleira. Var rætt um Skyrim? Já. Var spurt um stealth archer? Að sjálfsögðu. Við þökkum Marín alveg kærlega fyrir frábæran þátt og hlökkum til að sjá hana aftur! Þið getið fylgt henni á twitch.tv/mjamix Einnig bjóðum við velkominn nýjasta styrktaraðila þáttarins, Yay! Gjafabréf. Setjið appið í símann og skoðið frábært úrval gjafabréfa fyrir þig og þína! Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Yay!

110. Mjamix - viðtal við Marín EydalHlustað

01. jún 2022