Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Það er fátt, ef eitthvað, sem skiptir meira máli í samböndum en samskipti. Hvernig er best að sýna fram á það? Jú, með tveggja spilara samspilunarleik! Í þætti vikunnar kafa Arnór Steinn og Gunnar í It Takes Two, leik ársins samkvæmt Game Awards í fyrra. Þar stjórna spilarar (já, fleirtala) hjónakornunum May og Cody, en vegna slæmra samskipta eru þau á leiðinni að skilja. Einhverjir galdrar verða til þess að þau breytast í dúkkur dóttur sinnar og þurfa að ferðast í gegnum nágrenni sitt í maurastærð og vinna saman til að komast aftur heim. Við förum yfir söguna, spilun, karaktera og allt annað! Hefur þú spilað It Takes Two? Sendu á okkur! Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu.

107. It Takes TwoHlustað

11. maí 2022