EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.

  • RSS

EKKERT RUSL - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra og fyrrum umhverfisráðherra er skemmtilegur maður sem veit meira en flestir um umhverfismál og hlýða má á viðtal við stelpur úr Vogaskóla sem segja okkur frumsamda söguHlustað

24. maí 2022

EKKERT RUSL - Rafbílavæðingin sem öllu tröllríður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri FÍB og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri ÖskjuHlustað

10. maí 2022

EKKERT RUSL - Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk Reykjavík og Rakel Eva Sævarsdóttir hjá flugfélaginu Play Hlustað

29. apr 2022

EKKERT RUSL - Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair ræðir um flugbransann og umhverfismál Hlustað

25. mar 2022

EKKERT RUSL - Einar Bárðarson fræðir okkur um allskonar tengt kolefnisjöfnun, plokkun og flokkunHlustað

09. mar 2022

EKKERT RUSL - Lena kaupir ekkert nýtt árið 2022Hlustað

10. feb 2022

EKKERT RUSL - Rakel Garðarsdóttir og Margrét Marteinsdóttir höfundar Vakandi Veröld Hlustað

13. des 2021

EKKERT RUSL - Freyr Eyjólfsson, Sorpu og Ruth Einarsdóttir Góða hirðinumHlustað

09. des 2021