EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.

  • RSS

EKKERT RUSL - Vala Kristín Eiríksdóttir, sú frábæra leikkona er mikill umhverfissinni og segist vilja leita jafnvægis á nýju ári. Okkur finnst að hún eigi að fara í pólitík. Aðalheiður Jakobsen eigandi Netparta fræðir okkur um endurvinnslu á bílum.Hlustað

27. jan 2023

EKKERT RUSL - Lena er orðin smá öfundsjúk út í kaup annarra kvenna. Ræðum það og dýfum okkur í viskubrunninn Magnús Jónsson, fyrrum veðurstofustjóra sem er einnig pabbi Lenu.Hlustað

01. des 2022

11. EKKERT RUSL - Guðný hjá SoGREEN sem framleiðir glænýja lausn fyrir fyrirtæki til þess að kolefnisjafna starfsemina. Gunnar Sveinn hjá Deloitte um aukna kröfu um kolefnisbókhald hjá fyrirtækjum. Hlustað

30. sep 2022

EKKERT RUSL - Kristín Laufey sem sér m.a. um sjálfbærnimál hjá 66°Norður og var áður hjá Adidas í Þýskalandi. Sigurður, stofnandi Pure North segir okkur frá endurvinnslu á plasti sem fyrirtækið sérhæfir sig. Pure North og 66°Norður eru í samstarfi. Hlustað

21. ágú 2022

EKKERT RUSL - Kristín Helga Gunnarsdóttir um ríka, gráðuga karlinn og loftlagsvá. Hún situr í stjórn Landverndar og er rithöfundur og fjallageit en hún og maðurinn hennar eru m.a. skíðaleiðsögumenn í ítölsku ölpunumHlustað

25. júl 2022

EKKERT RUSL - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra og fyrrum umhverfisráðherra er skemmtilegur maður sem veit meira en flestir um umhverfismál og hlýða má á viðtal við stelpur úr Vogaskóla sem segja okkur frumsamda söguHlustað

24. maí 2022

EKKERT RUSL - Rafbílavæðingin sem öllu tröllríður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri FÍB og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri ÖskjuHlustað

10. maí 2022

EKKERT RUSL - Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk Reykjavík og Rakel Eva Sævarsdóttir hjá flugfélaginu Play Hlustað

29. apr 2022