EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Í þættinum segir Guðný Nielsen einn stofnenda SoGREEN okkur frá íslenskri lausn sem framleiðir kolefniseiningar með því að mennta stúlkur í lágtekjuríkjum - 132 milljónir stúlkna ganga ekki í skóla. „Stúlkur í þróunarríkjum giftast margar ungar og eignast börn löngu áður en það er tímabært - ástæðan er mikil fátækt. SoGreen er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem hefur þróað lausn í loftslagsmálum sem snýr að menntun stúlkna í lágtekjuríkjum og mætir þeim síauknu kröfum að fyrirtæki þurfa að kolefnisjafna starfsemi sína,“ segir Guðný Nielsen stofnandi SOGREEN en hún er ein fjögurra kvenna sem hefur þróað lausnina. „Þannig valdeflast stúlkurnar og geta tekið ákvarðanir um það hvenær þær gifta sig og eignast börn. Með Guðnýju er Gunnar Sveinn Magnússon en hann hefur starfað með SoGreen að þessari þróun sem yfirmaður sjálfbærni og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi. Hann segir reglur varðandi kolefnisjöfnun séu í auknum mæli að þrengja að fyrirtækjum og þau verði að fara að huga að þessum málum núna því það styttist í hert regluverk sem snýr að Evrópu og tekur gildi 1. Janúar 2023.

11. EKKERT RUSL - Guðný hjá SoGREEN sem framleiðir glænýja lausn fyrir fyrirtæki til þess að kolefnisjafna starfsemina. Gunnar Sveinn hjá Deloitte um aukna kröfu um kolefnisbókhald hjá fyrirtækjum. Hlustað

30. sep 2022