Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Jóhann Pétur Wium Magnússon flugsálfræðing um andlega heilsu þeirra sem starfa við flugið og kröfur þar um. Aukin umræða og vitund um nauðsyn andlegrar hreysti hefur breytt miklu á allra síðustu árum og samhliða hefur reglum verið breytt til að skapa þeim sem glíma við andlega vanlíðan úrræði til að leita sér hjálpar. Fjallað er um m.a. „peer support programs“ og áhrif Covid faraldursins á andlega líðan. Jóhann Pétur hefur hlotið margvíslega viðurkenningar í sínu fagi og starfar í dag fyrir ICAO – Alþjóða flugmálastofnunina. Rætt er um þær reglur sem gilda í dag, hverjar breytingarnar hafa verið á allra síðustu árum og hvað er í farvatninu.

#52 – Andleg heilsa, peer support og áhrif covid – Jóhann Pétur Wium MagnússonHlustað

10. jan 2023