Flugvarpið

Flugvarpið

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair fer yfir stöðu félagsins eftir öflugt uppgjör 3. ársfjórðungs og horfurnar framundan. Icelandair skilaði yfir 11 milljörðum króna í hagnað eftir skatta á 3. ársfjórðungi og bókunarstaða í farþegafluginu er góð. Fraktstarfsemin gengur hins vegar illa og áskorun verður að snúa þeim rekstri á réttan kjöl. Þá blasa við ýmsar kostnaðarhækkanir og áskoranir í rekstrarumhverfinu auk þess sem innleiðing nýs Airbus flota er á döfinni á næstu misserum sem verður stórt verkefni.

#66 – Frábær Q3 og horfur góðar - basl í fraktinni – Bogi Nils BogasonHlustað

20. okt 2023