Hæglætishlaðvarpið

Hæglætishlaðvarpið

Í 3. þætti Hæglætishlaðvarpsins fjalla Nína Jónsdóttir og Ágústa Margrét Arnardóttir um Hæglæti og samskipti. Nína, sem er búsett á Nýja-Sjálandi, er mjög áhugasöm um hæglætisuppeldi og umhverfismál. Hún smíðar leikföng í tómstundum sínum og fjölskyldan nýtur lífsins í fallegri náttúrunni. Nína er með instagram reikninginn @the.slow.living.mama. Ágústa Margrét býr ásamt fjölskyldunni sinni á Djúpavogi, sem er Cittaslow bær eða hæglætisbær. Hún hefur líka mikinn áhuga á hæglætisuppeldi og virðingarríkum samskiptum. Hún stundar gjarnan ævintýralega útivist í fögru umhverfi Austurlands og annars staðar. Ágústa heldur úti instagram reikningunum @icelandic.adventure.family og @agustamargretmarkthjalfi. Nína og Ágústa Margrét ræða saman um samskipti sem þær eiga við sig, börnin sín og maka. Þær deila heilmikilli visku um sínar uppgötvanir um hæglætið. Hæglætishreyfingin er með heimasíðuna www.hæglæti.is.

3. Þáttur - Hæglæti og samskipti - Nína og Ágústa MargrétHlustað

01. maí 2021