Hæglætishlaðvarpið

Hæglætishlaðvarpið

Í þessum þætti Hæglætishlaðvarpsins spjalla Þóra og Guðrún Helga um hæglæti yfir aðventuna og í aðdraganda jólanna, umhverfisvæn jól, jólaskreytingar, jólagjafir, jólahefðir og samveru með fjölskyldu. Líka um sjálfsumhyggju í aðdraganda jóla, um vonir og hóflegar væntingar og hvernig megi hlusta vel á og vera í athygli og meðvitund með fólkinu sínu á aðventunni. Hæglætishlaðvarpið er oftast tekið upp á netinu því aðstandendur búa vítt og breitt um heiminn. Þess vegna geta verið hljóðtruflanir en við látum það ekki á okkur fá og þökkum hlustendum fyrir þolinmæðina og skilninginn. Okkur þykir mest um vert að geta gert þættina og meira virði en að gera þá með fullkomnum hætti. Fullkomlega ófullkomið og lífrænt, það er best.

13. þáttur - Hátíð í hæglæti II - Þóra og Guðrún HelgaHlustað

28. nóv 2022