Hæglætishlaðvarpið

Hæglætishlaðvarpið

Í desemberþætti Hæglætishlaðvarpsins er fjallað um hátíðahöld í hæglæti, jól og jólaundirbúning í minna stressi og í núvitund. Þóra og Guðný Valborg spjalla um hefðir, tilgang þeirra og mismikinn heilagleika, leiðir til að einfalda lífið í jólaundirbúningi og um jól með minimalísku ívafi. Viðhorf okkar til jóla eru misjöfn eftir því hver bernskureynslan er, sumir upplifa jól sem töfrandi tíma en aðrir eru kvíðnir og stressast upp í aðdraganda jóla. Jólin eru hátíð barnanna, fullorðinna barna sem annarra barna. Jólin virðast töfrast fram í augum barnanna. En töfrarnir byrja og verða til með to-do lista einhverrar töframanneskju. Magnað nokk. Við vonum að þið njótið hlustunarinnar. Gleðilega hæglætis-jólahátíð.

9. þáttur - Hátíð í hæglæti - Þóra og Guðný ValborgHlustað

01. des 2021