Verðlag að rekast í sársaukaþak

Verðlag hér á landi er að komast upp í sársaukaþak þegar miðað er við verðlag í öðrum löndum sem eru að keppa við Ísland um að laða til sín ferðamenn. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í Dagmálum. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem hann rekur í spjalli við Viðar Guðjónsson blaðamann ásamt því að svara ýmsum öðrum spurningum sem varða greinina.