Frú Kristín á uppleið á Youtube

Frú Kristín, sem réttu nafni heitir Kristín Erla Tryggvadóttir, framleiðir íslenskt barnaefni í gegnum streymisveituna Youtube. Barnaefnið sem ætlað er börnum á aldrinum 0-3 ára hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá íslenskum börnum og foreldrum upp á síðkastið en viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. Að þeim rúmlega tveimur mánuðum liðnum frá því fyrsti þáttur fór í loftið hefur áhorfið aukist mjög hratt og áskrifendum Youtube-rásarinnar fjölgað ört. Þær Kristín Erla og tónlistarkonan Auður Linda, sem sér um tónlist þáttanna, ræða um mikilvægi íslensks barnaefnis í Dagmálum dagsins.