Tjónið og sorgin er gríðarlegt

Norsk yfirvöld lokuðu nánast fyrirvaralaust fjölmörgum af bestu laxveiðiám landsins í vor. Þetta kom eins og reiðarslag fyrir þúsundir veiðimanna víða að úr heiminum. Fjöldagjaldþrot blasa við mörgum rekstraraðilum og tjónið er margþætt og mikið. Árni Baldursson var staddur í Noregi þegar hörmungarnar dundu yfir. Sjálfur var hann að glíma við ömurlega stöðu þegar hann fótbrotinn skakklappaðist og þráaðist við í von um að geta veitt bestu ár Noregs. Á endanum var hann neyddur í röntgenmyndatöku sem leiddi í ljós að vinstri öklinn var mölbrotinn. Árni Baldursson ræðir þessar tvíþættu hörmungar sem hann gekk í gegnum í Noregi, í þætti dagsins. Klukkustund með Árna Baldurssyni er góð byrjun á vinnuvikunni.