Aurbjörg

Við hjá Aurbjörgu gerum okkur fulla grein fyrir því að fjármál geta bæði verið flókin, kvíðavaldandi og krefjandi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við bjuggum til Aurbjörgu! Aurbjörg er hönnuð með það markmið að gefa þér betri yfirsýn yfir fjármálin þín og hjálpa þér að taka upplýstari og betri fjárhagslegar ákvarðanir.

Viltu öðlast fjárhagslegt frelsi? Þetta gæti verið leiðin fyrir þig

Ef þú ert að leitast eftir því að greiða hraðar niður skuldir og hafa meira af peningum milli handanna, þá viltu ekki missa af þessum þætti. Það er áskorun að stjórna skuldum og í myndskeiðinu hér að ofan fer Tinna Bryde, fjármálasnillingur hjá Aurbjörgu, yfir tvær öflugar aðferðir til að greiða niður skuldir, snjóboltaaðferðina og snjóflóðaaðferðina.