„Við erum einfaldlega sterkari saman,“ segir Julie Quottrup Silbermann, nýr listrænn stjórnandi listkaupstefnunnar CHART í Kaupmannahöfn þar sem fulltrúar tuga norrænna gallería koma saman á ári hverju
Söfnun „Að safna listaverkum er eins og framlenging af sjálfsmyndinni,“ segir Julie Quottrup Silbermann, nýr listrænn stjórnandi CHART.
Söfnun „Að safna listaverkum er eins og framlenging af sjálfsmyndinni,“ segir Julie Quottrup Silbermann, nýr listrænn stjórnandi CHART. — Ljósmynd/Christian Bang

Viðtal

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

„Við erum einfaldlega sterkari saman,“ segir Julie Quottrup Silbermann, nýr listrænn stjórnandi listkaupstefnunnar CHART í Kaupmannahöfn þar sem fulltrúar tuga norrænna gallería koma saman á ári hverju. Silbermann tók við starfinu í október síðastliðnum af Nönnu Hjortenberg sem hafði stýrt myndlistarmessunni síðastliðin fimm ár en hefur nú tekið við stjórn sýningarstaðarins Gl. Strand í Kaupmannahöfn.

Silbermann hefur verið viðloðandi CHART frá upphafi þar sem hún hefur unnið hjá og stýrt dönskum galleríum sem hafa tekið þátt í kaupstefnunni.

„Þegar ég heyrði af þessu fyrst að fimm gallerí hefðu tekið höndum saman til þess að skapa

...