Vilja sníða nýtt fiskveiðikerfi að íslenskri fyrirmynd

Bretar eru hrifnir af íslenska kvótakerfinu.
Bretar eru hrifnir af íslenska kvótakerfinu. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Í nýrri skýrslu um efnahagsmál Bretlands sem kom út á dögunum er eindregið hvatt til þess að tekið verði upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd þegar Bretland hverfur á braut úr Evrópusambandinu.

Niðurstaða skýrslunnar er sú að fiskveiðistefna Evrópusambandsins hafi reynst aðildarríkjum bæði óhagkvæm og ósjálfbær og lagt er til að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið verði notað sem fyrirmynd að nýju kerfi Bretlands í fiskveiðistjórnunarmálum.

Framseljanleiki aflaheimilda lykilatriði

Að mati skýrsluhöfunda er lykilatriði að veiðiheimildir verði framseljanlegar, því þannig skapist hvati fyrir handhafa veiðiheimilda til að stilla veiðum í það hóf að stofnar einstakra fiskitegunda standi undir sér. Ofveiddir og ósjálfbærir fiskistofnar hafi enda lítið sem ekkert verðgildi.

„Fiskveiðistefna Evrópusambandsins hefur skaðað sjálfbærni lífríkisins og fiskistofna, þrátt fyrir að framför hafi orðið á undangengnum árum. Bretland hefur nú tækifæri til að öðlast aftur ráðstöfunarrétt yfir sínum fiskistofnum, og besta leiðin er að taka upp kerfi með framseljanlegum veiðiheimildum að íslenskri fyrirmynd. Útgerðir myndu eignast veiðiréttindi sem hvetur þær til að stefna að sjálfbærni til framtíðar,“ segir Philip Booth hagfræðiprófessor og skýrsluhöfundur.

Samtvinnun hagsmuna næst með íslensku leiðinni

Niðurstöður skýrslunnar eru á þá leið að auka megi sjálfbærni með því að eignarréttarvæða veiðiheimildir útgerða og sporna þannig gegn hnignun fiskistofna, sem verið hefur merkjanlegt vandamál við Bretlandsstrendur síðustu ár. Íslenska kvótakerfið hafi gefið góða raun í þessum efnum því með því að úthluta veiðiheimildum frá ári til árs takist að tvinna saman hagsmuni lífríkisins og eigenda veiðiheimildanna, sem þannig sjái sér aukinn hag að ganga um auðlindina af varfærni og með langtímasjónarmið í huga.

Með þessu móti liggi í augum uppi að ofveiði fiskistofna skerðir framtíðarvirði auðlindarinnar og markaðsvirði veiðiheimilda að sama skapi, veiðiréttarhöfum jafnt sem lífríkinu til tjóns. Því sé allra hagur í því fólginn að komið verði á kerfi með framseljanlegum veiðiheimildum, líkt og hér tíðkast.

Frétt The Times um skýrsluna má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »