Fáar konur í framlínunni

Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.
Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. mbl.is/Sigurjón H. Ingólfsson

Nótt Thorberg er nýráðinn framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og meðstjórnandi í Félagi kvenna í sjávarútvegi, KIS. Hún telur stöðu kvenna í greininni ekki ásættanlega.

KIS hefur í samstarfi við Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri  og Gallup unnið að rannsókn á stöðu kvenna í sjávarútvegi hérlendis.

„Við erum komin hálfa leið með ferlið og erum að fara í framkvæmd rannsóknarinnar á næstu vikum. Það er búið að móta þýðið og úrtakið ásamt því að gera drög að spurningaramma. Því næst munum við funda með fagráðinu sem hefur verið okkur innan handar í stefnumótunarmálefnum og veitir okkur ráðgjöf, og í framhaldinu munum við ráðast í framkvæmdina í samstarfi við Gallup. Markmiðið er svo að geta kynnt niðurstöður þessarar rannsóknar á öðrum ársfjórðungi næsta árs."

Nótt segir rannsóknina „heljarinnar verkefni“ og að fjármögnun þess hafi eðlilega tekið tíma. „Það hefur enginn unnið með þetta konsept með þessum hætti hérlendis, svo þetta er að vissu leyti frumkvöðla- og brautryðjendastarf."

Hið opinbera þarf að gera betur

Þrátt fyrir að fleiri konur starfi við sjávarútveg hérlendis nú en verið hefur á undangengnum árum séu þær ekki sýnilegar, að hennar sögn.

„Við höfum heyrt af því að konur telja sig gjarnan ekki heppilegasta aðilann í tiltekin störf á þessum vettvangi, gefi ekki kost á sér og séu jafnvel almennt ragari en karlarnir – og þessu viljum við breyta." Námskeið sem KIS héldu nýlega og bar yfirskriftina Fram í sviðsljósið hafi verið liður í því að efla konur að þessu leyti og styrkja þær á þessum vettvangi. „Við vitum það að það eru ekki margar konur í framlínunni í sjávarútvegi. Við erum vissulega að sjá fleiri konur en hér áður fyrr, en ef við horfum á þá staðreynd að við erum komin í nútímann, þá er það einföld staðreynd að þetta er ekki að gerast nógu hratt. Við erum ekki að sjá nógu margar konur þarna ennþá."

Nótt bendir á hið opinbera sem dæmi: „Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti eru með helling af nefndum á sínum vegum þar sem bæði konur og karlar ættu að sitja saman og vera góð blanda, en þetta hefur ekki skilað sér þangað. Auðvitað ætti að byrja þar. Þau hafa þó leitað til okkar með það fyrir augum að fá ráðleggingar um hvernig megi breyta þessu og fá fleiri konur þarna inn."

Þeim mun lægri laun, því fleiri konur

Nótt bendir á að í nýlegri úttekt sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna sem náði til margra landa, og þar á meðal Íslands, megi sjá að konum fjölgar hlutfallslega við lægri laun í stéttinni. Niðurstaðan hafi verið á þá leið að þeim mun lægri laun, því fleiri konur. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafi bent á að nú séum við einfaldlega komin á 21. öldina og þessu þurfi að breyta. „Við erum bara komin á þennan þröskuld hérna heima. Það verður komandi kynslóðum áreiðanlega óskiljanlegt að þetta hafi verið staðan."

Félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað fyrir þremur árum og vinnur markvisst að breytingum á þessu sviði. „Fyrsti liðurinn í því að ná góðu samtali og í framhaldinu haldbærum aðgerðum til að vinna út frá í sjávarútvegi er að greina stöðuna. Við vitum alveg að hún er ekkert góð, en það er nauðsynlegt að safna gögnum og greiningum til að geta unnið markvisst að breytingum. Þessi rannsókn í raun bara fyrsta skrefið í því. Síðan þarf að taka þetta samtal innan sjávarútvegsins og virkja með okkur stærstu haghafana og knýja fram breytingar til lengri tíma litið. Við hins vegar breytum þessu ekki. Það er sjávarútvegurinn sjálfur sem þarf að breyta þessu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »