„Stóra málið er hugarfarsbreyting"

Menn þurfa að kunna undirstöðuatriðin.
Menn þurfa að kunna undirstöðuatriðin. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Sjómenn vinna langa vinnudaga við hættulegar aðstæður, fjarri flestu því sem þorri landsmanna tekur sem sjálfsögðu þegar þörf er á fagaðstoð eða fyrstu hjálp. Því er afar brýnt að sjómenn tileinki sér hugarfar og samvinnu sem stuðlar að auknum árangri í öryggismálum, auk þess sem skilgreindir verkferlar verða að liggja fyrir ef slys ber að höndum.

Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa árið 1985. Markmið skólans er að efla öryggisfræðslu sjómanna með öflugum skóla sem uppfyllir íslenskar og alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna og að auka þjónustu við sjómenn og fleiri aðila í tengslum við sjó og vötn. Flestir nemendur skólans starfa á fiskiskipum, en lögum samkvæmt verða allir sem starfa til sjós að ljúka námskeiði um öryggisfræðslu.

Hilmar Snorrason skipstjóri á Sæbjörgu og skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna.
Hilmar Snorrason skipstjóri á Sæbjörgu og skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Ljósmynd: Jim Smart

„Sjómenn hafa verið skyldugir til að ljúka námskeiði Slysavarnaskólans síðan 1997. Árið 2003 kom síðan sú viðbót að gerð er krafa um endurmenntun á fimm ára fresti,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskólans. „Um áramótin taka svo gildi nýjar alþjóðlegar reglur sem kveða á um skyldu til aukinnar endurmenntunar. Við erum hins vegar langt á undan hvað varðar endurmenntunina, sem gerir það að verkum að við förum mun auðveldar en margar aðrar þjóðir inn í þessar breytingar sem taka gildi um áramótin.“

Undirstöðuatriðum grunnnámsins má skipta í fjóra flokka, að sögn Hilmars. Það eru sjóbjörgun, eldvarnir, skyndihjálp og öryggismál. Um borð í skólaskipinu Sæbjörgu er fullkomin kennsluaðstaða bæði til bóklegrar kennslu og verklegra æfinga. Komi til eldsvoða til sjós er ljóst að erfitt kann að reynast að forða sér af vettvangi, og því er áhersla lögð á kennslu í notkun búnaðar til slökkvistarfa. Verklegar eldvarnaræfingar eru haldnar á þar til gerðu æfingasvæði rétt utan við Reykjavík og þá er fullkomin aðstaða til reykköfunaræfinga um borð í Sæbjörgu.

Varnir gegn sjóránum og hryðjuverkum meðal námsefnis

„Varðandi öryggismálin eru við að kenna sjómönnum varnir gegn hvers konar árásum; hryðjuverkum, sjóránum og öðru slíku, sem og vinnuöryggi svo um er að ræða töluvert víðan vettvang. Við tökum á öllu sem sjómenn eiga og þurfa að kunna. Stóra málið varðandi öryggismál sjómanna er hins vegar hugarfarsbreytingin. Í þau 25 ár sem ég hef verið skólastjóri hef ég orðið vitni að því að menn hafa farið frá því að mæta á námskeið með hundshaus og tilneyddir yfir í það að sýna gríðarlegan metnað þegar kemur að öryggismálum. Skipstjórnarmenn hafa haft á orði við mig hvort þeir séu hugsanlega að verða of harðir í öryggismálum um borð, en ég hef fullvissað þá um það að það er aldrei hægt að vera of harður í þeim efnum. Það verður aldrei neinn fullnema í öryggismálum eða útskrifast þaðan. Þetta eru áfangasigrar en svo lengi sem við stöndum frammi fyrir því að það verða slys á sjómönnum er gífurleg þörf fyrir þessa fræðslu. Það sem við erum líka að sjá núna síðustu ár er gríðarleg fækkun banaslysa til sjós. Það er auðvitað ofsalega jákvæð þróun og að okkar mati sterkur mælikvarði á gæði öryggisfræðslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,01 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,01 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »