Konunglegt fiskimjöl framleitt í Eyjum

Hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum er nú framleitt kóngafæði, eða svo …
Hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum er nú framleitt kóngafæði, eða svo gott sem. mbl.is/Árni Sæberg

Nýverið hófu Ísfélag Vestmannaeyja, skoska laxeldisfyrirtækið Loch Duart og alþjóðlega laxafóðurfyrirtækið Ewos samstarf um framleiðslu á hágæðafiskimjöli.

Forsaga málsins er sú að Loch Duart, sem kaupir fóður í sitt laxeldi frá Ewos, vildi fóður með háu hlutfalli af fiskimjöli til að hámarka gæði og næringarinnihald til síns laxeldis.

Skilyrði að mjölið kæmi úr fiski til manneldis

Eitt af þeim skilyrðum sem Loch Duart taldi mikilvægt var að í fóðrinu væri mjöl úr fiski sem áður hefði verið flokkaður og nýttur til manneldis, eins og til dæmis hrat út loðnuhrognavinnslu.

Laxafóðurfyrirtækið Ewos, sem sé leitaði þá til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Félögin tvö hafa átt í viðskiptasambandi undanfarin ár og taldi Ewos Ísfélagið uppfylla allar þær kröfur sem Loch Duart hafði sett í leit sinni að hágæðafóðri í sitt laxeldi. Auk þess að framleiða loðnuhrogn og nýta hratið sem til fellur til fiskimjölsframleiðslu er Ísfélagið enda með 20% loðnukvótans hérlendis.

Lax frá Loch Duart í brúðkaupi bresku konungsfjölskyldunnar

Eftir að fyrirsvarsmenn félaganna þriggja höfðu handsalað heiðursmannasamkomulag um samvinnu að þessu verkefni var ákveðið að mjölið yrði nefnt Royalmjöl (e: Royal Fishmeal). Kom það til af þeim sökum að í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton vorið 2011 var lax frá Loch Duart á boðstólum fyrir brúðkaupsgesti.

Lax frá Loch Duart, samstarfsaðila Ísfélagsins, var framreiddur í brúðkaupi …
Lax frá Loch Duart, samstarfsaðila Ísfélagsins, var framreiddur í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. mbl.is/AFP

Samstarfið verðlaunað

Fjölþjóðafyrirtækið Cargill, sem á meðal annars fóðurframleiðandann Ewos, veitti svo Ewos verðlaunin Business of the Year, eða svokölluð BOY-verðlaun innan samsteypunnar, fyrir að hafa komið þessu samstarfi á. Voru verðlaunin veitt á ráðstefnu helstu stjórnenda Cargill og tengdra félaga í Minneapolis nýverið. Var það mat yfirstjórnar Cargill-samsteypunnar að samstarfið og framkvæmdin öll væri til fyrirmyndar og var sérstaklega vísað til hlutar Ísfélags Vestmannaeyja við afhendinguna.

Haft er eftir framkvæmdastjóra Loch Duart, Alban Denton, að með þessu „hafi draumur Loch Duart um sjálfbært laxafóður í hæsta mögulega gæðaflokki loksins ræst. Ísfélagið uppfyllir allar okkar hæstu gæðskröfur og Loch Duart hlakkar til samvinnu við ÍV á þessu sviði um ókomna tíð.“

Alban Denton, framkvæmdastjóri Loch Duart og Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins …
Alban Denton, framkvæmdastjóri Loch Duart og Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, handsala samkomulagið glaðir í bragði. Myndin er aðsend.

„Mjölið úr Eyjum orðið kóngafæði“

Páll Scheving, framleiðslustjóri ÍV, sagði í samtali við 200 mílur: „Það sem gleður okkur hjá Ísfélaginu sérstaklega varðandi þetta tiltekna verkefni er að vera komin nær hinum eiginlegu neytendum í þessari virðiskeðju og nær laxeldinu. Þar er nú hreint ekki verra að framleiðsluaðilinn skuli vera Loch Duart, sem framleiðir hágæðalax og einhvern sá besta í veröldinni allri. Þeir telja okkur geta uppfyllt allar þeirra ýtrustu gæðakröfur og við erum stolt af því að standa undir slíkum kröfum þar sem þær eru ríkastar. Menn hafa það á orði að núorðið er mjölið héðan úr verksmiðjunni í Vestmannaeyjum orðið kóngafæði,“ segir Páll Scheving að lokum og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »