Af uppboðshugmyndum og veiðigjaldapælingum

Já, sjómennskan er ekkert grín.
Já, sjómennskan er ekkert grín. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á vefsvæði Samfylkingarinnar kemur fram stefna flokksins sé að vilja bjóða út fiskveiðikvóta. Þannig sé almenningi best tryggðar tekjur af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Eins og fram kom í umfjöllun greiningardeildar Arionbanka gæti þjóðarbúið þó setið uppi með lakari sjávarútvegfyrirtæki og ofmat á virði kvóta ef svokölluð uppboðsleið verður farin.

Fyrri frétt 200 mílna: Samþjöppun fylgir útboðsleið

Kemur þar fram að þótt ríkið muni til skamms tíma fá auknar tekjur af nýtingu auðlindarinnar, þá sé leikurinn ójafn vegna ólíkrar stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi. Að mati greiningardeildar Arion banka er einnig líklegt að uppboðsleiðin, verði hún farin, muni flýta fyrir samþjöppun í sjávarútvegi þvert á stefnu um sjávarútveg um land allt.

Reynsla annarra þjóða af uppboðsleiðinni óskemmtileg

Þessi spá greiningardeildar Arion banka raungerðist í öllum meginatriðum hjá þeim þjóðum sem reyndu fyrir sér með útboð á aflaheimildum á undan Færeyjum. Eftir tvö til þrjú ár var slíkum tilraunum snarlega hætt og horfið aftur til kerfis sem byggði á veiðireynslu, líkt og fram kom í þessari frétt 200 mílna um reynslu annarra þjóða af ágæti uppboðsleiðarinnar.

Áhugavert er einnig að líta til þess að í færeysku uppboðunum voru það tvö félög sem tryggðu sér 95% af fiskveiðikvótanum í Barentshafi og þrjú félög sem nældu í 85% uppsjávarkvótans. Verður að telja slíka niðurstöðu falla í það minnsta bærilega að því sem greiningardeild Arion banka spáði varðandi aukna samþjöppun í greininni.

Mikill munur á veiðigjöldum

En hvað þá með þá auðlindarentu sem skilar sér í ríkiskassann í formi veiðigjalda?

Viðskiptablaðið heldur úti staðreyndavog sem ætlað er að meta ummæli og stefnumál einstakra flokka og frambjóðenda í aðdraganda kosninga. Þar er að finna áhugaverðan samanburð á þeim heildarveiðigjöldum sem skila sér í ríkiskassann í Færeyjum annars vegar og á Íslandi hins vegar.

Þar kemur fram að samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 eru áætluð heildarveiðigjöld á Íslandi 7,8 milljarðar króna. Í Færeyjum er hins vegar gert ráð fyrir 2,8 milljörðum, svo munurinn telur 4,2 milljarða króna á árinu 2016 þegar tekið hefur verið tillit til nettótekna Færeyinga úr útboðunum.

Uppboð á aflaheimildum skilaði um 1 milljarði íslenskra króna í Færeyjum en nettótekjur færeyska ríkisins eru snöggtum lægri því ekki þarf að greiða veiðigjöld af uppboðsaflanum. Námu tekjur Færeyinga því um 752 milljónum króna að teknu tilliti til veiðigjaldamissis.

Hérlendis eru greidd veiðigjöld af 40 tegundum sjávarfangs. Í Færeyjum eru greidd veiðigjöld af þremur slíkum.

Þessu til viðbótar má nefna, líkt og fram kemur á fyrrnefndri Staðreyndavog VB, að í Færeyjum er það bundið í kjarasamninga milli útgerða og sjómanna að sjómenn greiða hluta veiðigjaldanna þar í landi. Sú er ekki raunin hér á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »