Klofin afstaða til fiskeldis á Vestfjörðum

Fundur um fiskeldismál á Vestfjörðum í gærkvöldi var vel sóttur.
Fundur um fiskeldismál á Vestfjörðum í gærkvöldi var vel sóttur. Myndin er af heimasíðu bb.is.

Í gærkvöldi efndi Fjórðungssamband Vestfirðinga til fundar um fiskeldismál og var gríðargóð mæting enda málefnið brýnt hagsmunamál fyrir svæðið.

Umfjöllun um fundinn birtist fyrst á vefsvæði bb.is.

Pétur Markan formaður sambandsins sem setti ráðstefnuna. Lagði hann áherslu á að fiskeldið væri mikilvæg atvinnugrein fyrir fjórðunginn en að sama skapi nauðsynlegt að gæta að náttúrunni enda væri hún Vestfirðingum kær.

Jón Helgi Björnsson talaði síðan fyrir hönd Landsambands veiðifélaga og lagði hann áherslu á það í sínum málflutningi hann teldi fiskeldi gríðarlega ógn fyrir villta laxastofna. Að mati Jóns Helga væri um að ræða dauðans alvöru og að hans menn myndu berjast af öllum mætti gegn fyrirhuguðu fiskeldi á Vestfjörðum.

Höskuldur Steinarsson talaði svo fyrir hönd fiskeldisstöðva og þar kvað eðlilega við annan tón. Höskuldur sagði fiskeldisfyrirtækin vinna af mikilli ábyrgð og reyna eftir megni að takmarka áhrif á umhverfið og náttúruna.

Eins og kom fram í frétt á bb.is á föstudag var fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram í NV kjördæmi boðið að hafa framsögu og mættu átta fulltrúar á panelinn. Nánast einróma kom fram í þeirra framsögum að þau væru hlynnt fiskeldi en vildu um leið gera fyllstu kröfur til fiskeldisfyrirtækja. Fulltrúi Pírata, Gunnar Guðmundsson, setti varann við og vildi að landeldi og/eða lokaðar kvíar yrðu betur skoðaðar. Hann tók þó fram að Píratar hefðu ekki myndað sér opinbera skoðun á fiskeldi.

Allfjörugar umræður sköpuðust á fundinum um þær fyrirspurnir sem komust að. Athygli vakti að almennt virtust stjórnmálamenn sem sátu fyrir svörum ekki hafa sett sig vel inn í fiskeldismálin. Skipulagsmál voru fundarmönnum hugleikin því eins og staða mála er í dag hafa hvorki íbúar né sveitastjórnarmenn nokkuð um það að segja hvort veitt verði leyfi fyrir eldiskvíum rétt utan túngarðs.

Auðlindarenta var talsvert rædd sem og hvort skylda ætti fiskeldisfyrirtækin til að staðsetja úrvinnslu afurða á svæðinu. Í þessum efnum voru svör stjórnmálamannanna ekki eins samhljóma og má segja að hvað varðar auðlindarentu hafi svör verið í takti við viðhorf stjórnmálaflokka til auðlindagjalds í sjávarútvegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »