Hetjur hafsins – myndband

Það er eins og maðurinn sagði: Sjómenn eru naglar.
Það er eins og maðurinn sagði: Sjómenn eru naglar. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Þótt sjómenn á landsvísu losi rúm fjögur þúsund má efast um að afgangur þjóðarinnar geri sér nokkra grein fyrir því hvað það þýðir að vera sjómaður. Það er nefnilega eitthvað sem menn verð að reyna á eigin skinni til að skilja.

Líklega er það satt sem máltækið segir – enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Í velferðarþjóðfélagi sem okkar virðist tilhneigingin vera sú að gleyma því hvað við höfum það gott. Margir bölsótast yfir því að þurfa að vakna hundþreyttir allt of snemma í svartasta skammdeginu, græja blessuð börnin sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga ferlið á langinn, koma sér í hendingskasti út í hina alíslensku hellirigningu og stinningskalda, til þess eins að sitja fastur fyrir aftan vitleysinginn á vinstri akrein sem verður til þess að þú mætir allt of seint til vinnu. Hundblautur og svangur. Glatað ástand.

Það er nefnilega svo auðvelt að horfa fram hjá þeirri einföldu staðreynd að við höfum svo margt sem er alls ekki sjálfsagt. Þeir sem stunda sjóinn gæfu alla jafna mikið og margt til þess eins að geta vaknað í hlýju rúmi sem veltur ekki, knúsa börnin sín, rölta svo fram til að finna spánnýtt og fræðandi Morgunblað í lúgunni, sem einhver tók sér tíma til að skrifa, prófarkalesa, prenta og ganga með heim til þín. 

Á sjónum eru nefnilega engin nývöknuð og úfin börn, kojurnar velta þar án afláts og það sem verra er – enginn Moggi. Sárafátt af því sem fólk yfirleitt tekur sem sjálfsögðu, reyndar. Það er nefnilega yfirleitt ekki fyrr en þessir hlutir, sem við landvinnufólkið erum fyrir löngu farin að telja hina sjálfsögðustu, eru ekki lengur til staðar að við skiljum hvers við söknum.

Meðfylgjandi myndband er tekið af Þresti Njálssyni og sýnir hvernig venjulegur vinnudagur gengur fyrir sig á sjónum. Nokkuð basic bara. Þetta er tekið að sumri og veðrin geta orðið töluvert verra á veturna. Við áhorfið fá menn mögulega nasaþefinn af því hvað veldur því að sjómenn eru gjarnan nefndir togarajaxlar eða hetjur hafsins. 

Ástæðan er sáraeinföld: Þeir eru það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »