„Höfum þurft að hafa meira fyrir þorskinum“

Sturlaugur H. Böðvarsson var smíðaður á Akranesi árið 1981.
Sturlaugur H. Böðvarsson var smíðaður á Akranesi árið 1981. Myndin er af heimasíðu HB Granda.

„Fiskveiðiárið fer ágætlega af stað. Helsti munurinn nú í samanburði við nokkur undanfarin ár er sá að síðan í ágúst höfum þurft að hafa meira fyrir því að veiða þorskinn. Áður þvældist hann frekar fyrir okkur en hitt,“ sagði Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, er rætt var við hann fyrr í dag.

Sturlaugur H. Böðvarsson er nú að veiðum á Vestfjarðamiðum en vegna óveðursins, sem var í gærkvöldi og í nótt, hélt skipstjórinn skipinu nær landi og í vari fyrir verstu vindhviðunum.

Þetta kom fram í frétt á heimasíðu HB Granda.

„Við erum nú á Straumnesbankanum og það er ekki hægt að segja að veiðin sé merkileg. Aflinn er um tonn á tímann og hér er bara þorskur. Höfrungur III AK er að ýsuveiðum hér austur af okkur en Ottó N. Þorláksson RE, sem kom hingað norður í morgun, er úti á Hala. Það er spáð betra veðri með kvöldinu og mér þykir líklegast að við færum okkur út á Halamið þegar líður á daginn,“ segir Eiríkur en að hans sögn var leiðindaveður í nótt á Straumnesbankanum eða um 15-17 m/s. Örugglega hafi veðrið verið mun verra utar, s.s. á Halanum.

Að sögn Eiríks hefur veiði á gullkarfa gengið vel en lítið er sótt beint í gullkarfann.

„Það er hægt að veiða gullkarfann fyrir sunnan en við höfum ekki stundað mið eins og Fjöllin og Skerjadjúpið í lengri tíma. Hér á Vestfjarðamiðum hefur verið hægt að veiða gullkarfann í Víkurálnum og þorsk og ufsa á Halanum. Það veltur á ganginum í þorskveiðunum hvort við höfum tíma til koma við í Víkurálnum á leiðinni suður. Annars stjórnar vinnslan í landi ferðinni,“ sagði Eiríkur Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »