„Það eru ekki alltaf jólin á sjónum“

Guðmundur Ragnarsson formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson formaður VM.

„Ég hef ekki verið að fara út í einhverja talnaleiki,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), í samtali við mbl.is. Hann skrifaði grein á vm.is þar sem hann svarar Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja. Þorsteinn fullyrti í gær að Íslensk­ir sjó­menn fái hærra upp­gjör­sverð en starfs­bræður þeirra í Nor­egi.

Frétt mbl.is: Vélstjórahluturinn var 9 milljónir á mánuði

Þorsteinn birti launatölur sjómanna og vél­stjóra á tveim­ur upp­sjáv­ar­skip­um út­gerðar­inn­ar. Hlut­ur yf­ir­vél­stjóra á tveim­ur upp­sjáv­ar­veiðiskip­um Sam­herja hafi verið 9 millj­ón­ir króna í sept­em­ber, og við það bæt­ist tæp millj­ón í líf­eyr­is­sjóðsgreiðslur.

„Auðvitað svíður svolítið undan þessu. Við erum í kjaradeilu núna og að Þorsteinn skuli taka kvóta lang, lang, lang, langkvótahæsta skipsins sem er að skapa langmestu verðmætin og koma fram með það sem laun sjómanna er skrýtið,“ bætir Guðmundur við.

Þorsteinn seg­ist furðu lost­inn yfir því að talsmaður vél­stjóra hafi op­in­ber­lega dregið starfs­menn út­gerðar­inn­ar inn í umræðuna með því að segja þá óhæfa til að sinna stöf­um sín­um. Guðmundi þykir það óheiðarlegt, hann sé alls ekki að ásaka hans fólk um óheiðarleika.

„Ég er ekki að fyllurða eitt eða neitt. Það er bara verið að kalla eftir svörum. Þessi fyrirtæki með sína einokun ákveða verðið einhliða og það kemst enginn í það. Við höfum viljað, eins og var áður, fá að sjá í trúnaði afurðaverðin sem eru að fara úr landi. Ég kalla eftir því að hann komi heiðarlega fram að svara því sem ég er með í pistlinum, ekki snúa út úr honum sér í hag.

Guðmundur segir að vissulega hafi verið uppgangur í sjávarútvegi og menn njóti afrakstursins þegar gengið falli. „Ég var í þessu í 28 ár í þessu og tók þrjár uppsveiflur en ég tók líka þrjár niðursveiflur. Það eru ekki alltaf jólin á sjónum.“

Áhafnir geta ekkert sagt til um verðin og Guðmundur hefur áhyggjur af því að menn geti ekki tjáð sig um það. „Eitt sem hefur verið að skapast undanfarin ár, sérstaklega í þessum háu tekjum út af genginu, þá hafa menn verið að fara helvíti hratt á þann kantinn að ef einhver opnar munninn þá skuli hann bara passa sig, þá verði hann rekinn. Ég myndi segja ða stór hluti að 72% þátttaka í kosningu um verkfallið og 91% sem segja já, það er þessi framkoma í þessum stóru fyrirtækjum. Þetta eru orðnir svo stórir kallar. Ef þú rífur kjaft þá geturðu pakkað saman og farið með næsta flutningabíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »