Markmiðið að styðja konur til að stíga fram og efla sig

Stjórn KIS ásamt forseta og forsetafrú. Frá vinstri: Hrefna Karlsdóttir, …
Stjórn KIS ásamt forseta og forsetafrú. Frá vinstri: Hrefna Karlsdóttir, Snæfríður Einarsdóttir, Guðrún Arndís Jónsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Freyja Önundardóttir, Nótt Thorberg, Hólmfríður Einarsdóttir og Kristín Helgadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félag kvenna í sjávarútvegi fór í opinbera heimsókn á Bessastaði í liðinni viku. Formaður félagsins hefur haft annan fótinn í sjávarútvegi frá barnæsku. Hún segir félagsskapinn mikið meira en bara stað til að efla tengslanetið.

Kortleggja stöðu kvenna í greininni

Fyrr í vikunni var spurningalisti sendur til 500 fyrirtækja í þeim tilgangi að kortleggja hvar konur standa í sjávarútvegi. Um er að ræða stærsta verkefni sem félagið hefur hleypt af stokkunum til þessa.

„Rannsóknin skiptist í þrjá áfanga og er þetta sá fyrsti, en framkvæmdin er í höndum Háskólans á Akureyri og Gallup. Niðurstöður úr þessum fyrsta áfanga eru væntanlegar fljótlega og heildarniðurstöður með vorinu,“ segir Freyja Önundardóttir, formaður Félags kvenna í sjávarútvegi (KIS). 

Hlutur kvenna fer vaxandi

Freyja segir tilfinninguna vera þá að karlmenn séu enn í miklum meirihluta í sjávarútvegsstörfum, og þá sérstaklega í efstu stjórnunarstöðum. „Við sem höfum getað fylgst með þróuninni verðum þess þó vör að hlutur kvenna fer vaxandi og mátti til dæmis sjá töluvert af konum á nýafstaðinni Sjávarútvegsráðstefnu,“ segir hún.

Freyja, sem einnig sinnir stöðu útgerðarstjóra hjá Önundi ehf. á Raufarhöfn, hefur verið viðloðandi sjávarútveg frá barnæsku. Foreldrar hennar ráku útgerð og faðir hennar var jafnan með konur um borð í skipum sínum. 

Félagskonur í KIS áttu góða stund saman í opinberri heimsókn …
Félagskonur í KIS áttu góða stund saman í opinberri heimsókn félagsins á Bessastaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gamlar mýtur

„Þegar kemur að sjómennsku held ég að viðhorfin litist enn af gömlum mýtum. Vissulega reynir starfið á, en það er ekki endilega erfiðara en mörg önnur störf sem konur hafa unnið í gegnum aldirnar. Skýringin er kannski líka sú að konum þyki sjómennskan ekki spennandi, og raunar að Íslendingar hafa margir yfirborðskennda þekkingu á sjávarútvegi og störfunum í greininni. Þeir sem reynt hafa vita að sjómannsstarfið getur verið ævintýralegt, og einstakt að því leyti að gefa sterka tengingu við náttúruna,“ segir Freyja.

Forseti lýðveldisins stóðst ekki mátið og brá á leik með …
Forseti lýðveldisins stóðst ekki mátið og brá á leik með nýtt buff í tilefni heimsóknarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »